Á Vetrarhátíð 2017 hélt Ljóstæknifélagið viðburð í samstarfi við Martin Lupton og Sharon Stammers í Light Collective og Atsuro Ijichi frá Citizen Electronics. Viðburðurinn var sýning á stuttmyndinni The Perfect Light sem byggð er á viðtölum við lýsingarhönnuði um allan heim, þar sem spurningunni; Hvað er hið fullkomna ljós? var varpað fram.

The Perfect Light Project heldur áfram inn í árið 2018 og nú er leitað að fólki til að hjálpa við og stuðla að áframhaldandi rannsóknum á því hvað er nákvæmlega hið fullkomna ljós. Pláss fyrir 3 eða 4 gesti til að taka þátt í The Perfect Light Experience, sem er ferð til Japan 4.- 8. júní 2018.

Starfandi lýsingarhönnuðir og ljósalistamenn sem eru ástríðufullir um ljós er boðið tækifæri á að upplifa, deila og ræða ljós í þessari leit að hinu fullkomna ljósi. Ef þú vilt fá tækifæri á að vera hluti af verkefninu og ef þú heldur að þú hafir það sem þarf, taktu upp myndskeið sem lýsir fullkomnu ljósi.

Allar uppllýsingar um verkefnið og þáttöku er að finna HÉR