Vefsíða LFÍ í þróun

19.02.2018|Categories: Fréttir|

Það hefur staðið til að smíða nýja vefsíðu fyrir Ljóstæknifélagið í töluverðan tíma og hefur sú vinna tafist nokkuð. Síðustu daga hafa þó breytingar orðið á síðunni okkar og vinnum við nú að breyttri síðu þannig að búast má við nokkrum breytingum næstu daga.

Markmiðið er að koma síðunni í skemmtilegra form og gera hana aðgengilegri. Koma að nýjum dálkum á forsíðuna fyrir greinar og viðtöl við fólkið í bransanum. Skráningu meðlima og á póstlista í gegnum síðuna. Fróðleiksbanka sem hægt er að leggja inn umræðu eða efni til málana. Lógóbanner fyrir helstu stuðningsaðila félagsins. Og margt fleira skemmtilegt.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að efni á síðuna eða viljið senda inn efni þá endilega hafið samband við formann LFÍ Rósu Dögg Þorsteinsdóttur á netfangið lfi@ljosfelag.is