Þann 14.mars næstkomandi verða Íslensku lýsingarverðlaunin afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í gamla Nýlistarsalnum á KEX.

Sú nýbreytni var tekin upp í ár að bjóða upp á að senda inn verk í fleiri en einn flokk og því hægt að leggja inn tillögur í alls fjóra flokka. Tilgangurinn er að vekja athygli á og heiðra allt það flotta og hæfileikaríka fólk sem starfar við lýsingarhönnun og þeirra sem vinna með ljós í sinni sköpun.

Það er sannarlega sókn í lýsingariðnaðinum og mikil vakning í allri þróun og hönnun á lýsingu bæði erlendis og hér heima. Sérmenntað fólk í lýsingarhönnun og fræðum fer sífellt fjölgandi hér á landi og hugmyndaríkt fólk nýtir sér þá tæknibyltingu sem orðið hefur með nýrri lýsingartækni, til að skapa ólíkustu form lampa og að þróa nýjar lausnir í lýsingu mannvirkja og svæða.

Hugsjónin með verðlaunum sem þessum er að efla og skapa víðtækari þekkingu á faginu og styrkja enn frekar þróunina á lýsingariðnaðinum hér á landi.

Íslensku lýsingarverðlaunin eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu og hér fyrir neðan má sjá þær tillögur sem tilnefndar eru í ár.

Ýtið á myndir til að skoða í fullri stærð. Myndir eru stórar og því gætu þær tekið tíma að birtast.

Tower suites
Lýsingarhönnun: Verkhönnun – Arkitektar: Tark
Myndir: Ágúst Sigurjónsson

Sundhöll Reykjavíkur
Lýsingarhönnun: Verkís – Arkitektar: VA arkitektar
Myndir: Guðbjartur Ásgeirsson

Saga lounge
Lýsingarhönnun: Verkhönnun – Innanhússhönnun: Eggert Ketilsson og Stígur Steinþórsson
Myndir: Ágúst Sigurjónsson og Icelandair

LAVA Eldfjallamiðstöð, sýning
Lýsingarhönnun: Basalt, Gagarín og Liska – Arkitektar: Basalt architects
Myndir: Ragnar Th Sigurðsson og Gagarín

Hlíðarsmári 12
Lýsingarhönnun: Liska – Arkitektar: Batteríið arkitektar
Myndir: Rafn Sig.

Hard Rock Café Reykjavík
Lýsingarhönnun: Verkhönnun – Arkitektar: THG arkitektar
Myndir: Óli Har.

Geysir Skólavörðustíg 7
Lýsingarhönnun: Áróra Lýsingarhönnun – Innanhússhönnun: Hálfdan Petersen
Myndir: Mikael Lundblad

Burro og Pablo diskóbar

Lysingarhönnun: Áróra Lýsingarhönnun – Innanhússhönnun: Hálfdan Petersen
Myndir: Mikael Lundblad og Þórður Orri Pétursson

Víðgemlir

Lýsingarhönnun: Valur Benediktsson
Myndir: Ábúendar í Fljótstungu

Gamla bíó
Lýsingarhönnun: Þórður Orri Pétursson, Áróra lýsingarhönnun – Arkitektar: Kristján Garðarsson og Davíð Pitt
Myndir: Þórður Orri Pétursson

Sundhöll Reykjavíkur
Lýsingarhönnum: Verkís – Arkitektar: VA arkitektar
Myndir: Gunnar Sverrisson og Guðbjartur Ásgeirsson

Veröld – Hús Vigdísar
Lýsingarhönnun: Verkís – Arkitektar: Andrúm arkitektar
Myndir: Rafn Sig.

Stjórnarráð Íslands
Lýsingarhönnun: Verkís

Glerártorg
Lýsingarhönnun: Verkís – Arkitektar: Arkís
Myndir: Arnarldur Halldórsson

Laugavegur 13
Lýsingarhönnun: Verkís
Myndir: Verkís og RAX

Raufarhólshellir
Lýsingarhönnun: EFLA
Myndir: Pétur Þór Ragnarsson

Eldfjallaljós
Hönnuður: Marcos Zotes, Basalt Arkitektar
Myndir: Ragnar Th Sigurdsson og Basalt

Ofsi
Hönnuður: Steinþór Jón Gunnarsson, Urðarbrunnur

Lucio wall lamp
Hönnuður: Siggi Anton

Ljósberg
Hönnuður: Sölvi Steinarr Jónsson, Stuðlaljós

Borgarveran, sýning í Norræna húsinu
Lýsingarhönnun: Verkís – Sýningarhönnun: Anna María Bogadóttir
Myndir: Vigfús Birgisson.