Home/Fréttir/NÝR VEFUR LFÍ

NÝR VEFUR LFÍ

12.10.2017|Categories: Fréttir|

VIÐ ERUM Í SMÍÐUM Á NÝRRI HEIMASÍÐU FYRIR LJÓSTÆKNIFÉLAGIÐ! 

Ný stjórn LFÍ tók ákvörðun um að leggjast í vinnu við að uppfæra vefsíðu félagsins nú á haustmánuðum. Ákveðið var að uppfæra viðmótið á síðunni og gera það einfaldara í sniðum og að framsetning á efni verði skemmtilegra.

Með öðrum orðum; við ætlum að poppa þetta aðeins upp!

Leitast var eftir tilboðum í endurnýjun á síðunni og eftir nokkra fundi fundum við að hann Mummi í Vefhúsinu væri okkar könguló.

Eins og áður segir verður vefurinn endurhannaður upp á nýtt útlitslega séð og nokkrir nýjir efnisliðir bætast við. Við erum því ekki einungis að fara í yfirhalningu á útliti heldur erum við að fara í þessa vinnu aðallega til að koma efni frá okkur á skemmtilegri og betri máta. Markmiðið er að vefurinn verði lifandi vettvangur um ljós og allt sem er að gerast í okkar stækkandi lýsingarsamfélagi. Heimasíða LFÍ á að vera fróðleiksbrunnur og góður gagnagrunnur fyrir okkar félagsmenn og almenning.

Fylgist með!