Home/Fréttir, Fróðleikur/Nýr dagsbirtustaðall (EN 17037:2016) mun líta dagsins ljós í sumar

Nýr dagsbirtustaðall (EN 17037:2016) mun líta dagsins ljós í sumar

08.03.2018|Categories: Fréttir, Fróðleikur|Tags: , |

Evrópskir sérfræðingar hafa nú eftir nokkurra ára vinnu gefið út endanlegt uppkast af nýjum Dagsbirtustaðli (prEN 17037). Fyrirhugað er að setja hann í formlega atkvæðagreiðslu í vor, og gefa út í sumar.

Þessi evrópska staðall tilgreinir lágmarksráðleggingar til að ná fram með dagsbirtu fullnægjandi lýsingu innanhúss og að veita fullnægjandi útsýni (view out). Að auki eru gefin tilmæli um lengd sólarljóss innan heimilis og herbergja þar sem fólk dvelur í lengri tíma.

Staðallinn inniheldur upplýsingar um hvernig á að nota dagsbirtu til lýsingar innanhúss og hvernig á að takmarka glýju. Hann skilgreinir mæligildi sem notuð eru við mat á dagsbirtuskilyrðum og gefur upp aðferðir við útreikning og sannprófun og mælingu á dagsbirtu.

Þessi staðall gildir um öll rými sem eru notuð reglulega af fólki í lengri tíma nema í rýmum þar sem dagsbirta er ekki æskileg og brýtur í bága við eðli og hlutverk rýmisins.

Hér má lesa efnisyfirlit og smá samantekt – prEN17037:2016

Hér má kaupa staðalinn (sem enn er prEN staðall, þ.e uppkast) – Staðlaráð