2020

Opið fyrir innsendingar

Íslensku lýsingarverðlaunin eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum
sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.

 

Skilafrestur runninn út.

 

Þáttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem hanna lýsingu og ljós á Íslandi.
Skilyrði er að verkefnið sé íslenskt, þ.e gert af stofu/einyrkja á Íslandi og að verkefnið sé staðsett á Íslandi eða gert fyrir Íslandsmarkað.

Skilyrði fyrir þáttöku er að verkinu hafi verið lokið og afhent verkkaupa á milli 1.janúar 2018 og 31.desember 2019
nema í flokki lampa og ljósbúnaðar þar má senda inn vöru síðast liðinna ára sem eru enn í sölu eða notkun og hafa ekki verið send inn áður.

Verð
Félagar í Ljóstæknifélagi Íslands: 7.000 krónur hver innsending.
Aðrir: 12.000 krónur hver innsending.

Flokkar

Íslensku lýsingarverðlaunin eru veitt í fjórum mismunandi flokkum að þessu sinni.

Lýsingarverkefni innanhúss

Smærri eða stærri verkefni, þar sem lýsingarhönnun er mikilvægur þáttur í útliti og notkun rýmisins. Lýsing sem leggur áherslu á arkitektúr byggingarinnar eða uppbyggingu rýmisins og notkun, stuðlar að velferð og vellíðan. Eiginleikar geta t.d verið hvernig dagsljós, raflýsing, auk stýribúnaðar spila saman á sannfærandi hátt. Lýsingin ætti að vera hugsuð sem heild og hafa skýra hugmyndafræði og skapandi lausnir. Lýsing utandyra getur verið partur af innanhússverkefni ef það spilar hlutverk með lýsingunni innandyra og heild verksins (byggingarinnar).

Lýsingarverkefni utanhúss

Smærri eða stærri verkefni, þar sem útilýsing er mikilvægur þáttur í útliti, notkun og virkni svæðisins og/eða mannvirkisins. Þar sem ljós og arkitektúr eða hönnun er hugsað sem heild og eykur sjónræna upplifun.
Tilnefningar geta verið garður, útisvæði, götulýsing, brú, torg, lýsing á framhlið byggingar, stytta eða önnur minnismerki, náttúrusvæði eða þess háttar verkefni.

Lampar og ljósabúnaður

Verðlaun veitt til þeirra sem bæta og fullkomna gæði hönnunar og ljóss sem hlýst af hönnun þeirra.
Þetta getur verið frá lömpum, sérhönnuðum ljósabúnaði í verkefni til ljósgjafa eða ljósastýringar.
Varan verður að vera tiltæk á íslenska markaðnum eða partur af verkefni.

Opinn flokkur

Opinn flokkur fangar öll þau lýsingarverkefni og vörur sem eiga skilið sérstaka athygli
vegna framúrskarandi hönnunar, áhrifa, frumleika eða sérstæðu.
Tilnefningar geta verið útstillingar, sýningar, ljóslist, tímabundnar eða fastar ljósa innsetningar og samþykkt lýsingarplön fyrir ákveðin svæði.

Mat dómnefndar

Innsendar tillögur eru metnar út frá eftirfarandi megin viðmiðum.

Hugmyndafræði

Virkni

Sjónræn og fagurfræðileg atriði

Tæknileg útfærsla lýsingarkerfisins

Orkunotkun og umhverfisáhrif

Algild hönnun

 

Við mat á vöru eða tæknilegum lausnum sem og opnum flokki verða tillögur metnar út frá alhliða mati á ofangreindum viðmiðum.

Innsendingar og skil

Mikilvægt er að fara eftir settum reglum um innsendingar í Íslensku lýsingarverðlaunin. Fylgja skal eftirfarandi forskrift þegar tilnefningu er skilað inn í gegnum innsendingarform hér fyrir neðan. Staðfestingarpóstur er sendur um leið og tilnefningar berast.

Almennar upplýsingar

Sumt er áskilið og sumt á ekki við á ákveðnum verkefnum eða lömpum.

Flokkur tilnefningar – áskilið
Heiti verks – áskilið
Lýsingarhönnuður
Samstarfsaðilar og aðrir hönnuðir
Heimilisfang verkefnis – Gata, húsnúmer, kaupstaður
Eigandi verks
Hvenær var verkið klárað (opnun, frumsýning, uppsetning

Stutt lýsing á verkefninu

Allt að 5000 stafi má nota til að lýsa verkefninu stuttlega.

Ábending! – gott er að fylgja eftir viðmiðum um mat dómnefndar og önnur atriði sem þykja eftirtektarverð,
einstaklega vel útfærð og eru gerð til að standa fremri öðrum verkefnum og lýsa verkefninu á sem bestan hátt.

Kynningarskjal

Kynning skal vera á liggjande A3 pdf formi.
Allar blaðsíður þurfa að vera í einu skjali.
Hámarksstærð skjals má vera 10MB.

Mikilvægt er að skýra skjalið á eftirfarandi hátt:
FLOKKUR_NAFN VERKEFNIS

Dæmi: LÝSINGARVERKEFNI UTANHÚSS_DÚFNAHÓLAR 10

Kynning á innsendu verki skal vera vel uppsett og lýsa verkinu í t.d máli, myndum, teikningum o.fl.Hér er aðalatriði að koma verkinu, hugmyndafræðinni, virkninni, sjónrænu og fagurfræðilegu atriðum, tæknilegri útfærslu, umhverfisáhrifum, algildri hönnun og fleira sem hönnuðum þykir skipta máli við útfærslu verksins á framfæri. Gott er að á forsíðu komi fram heiti verks, stór mynd og hönnuðir.
Þessi pdf skjöl verða notuð á verðlaunaafhendingunni til sýninga á tilnefndum verkefnum á skjá.

VALFRJÁLST – Myndband af verki

Hámarksstærð skráar má vera 100MB.
Myndir settar saman í myndasýningu (slideshow) er ekki viðurkennt sem myndskeið og verður ekki tekið gilt.

Skilafrestur

Innsendingar verða að hafa borist Ljóstæknifélagi Íslands fyrir 28.febrúar 2020.

Reglur – Dómnefnd – Verðlaun

Ástæður fyrir ógildingu innsendinga

Eftirfarandi leiðir til ógildingar innsendinga:
Ófullnægjandi sönnun á heimildum og vöntun gagna leiðir sjálfkrafa til útilokunar.
Áskilinn er réttur til að sannreyna nákvæmi þeirra gagna sem lögð eru fram með viðeigandi heimildum um verkefnið og aðilum þeim tengdum.

Að eigandi og aðrir aðilar sem eiga þátt í innsendu verkefni, hafi ekki samþykkt þátttöku sína í keppninni og að allt innsent efni sé birt.

Handskrifaðar innsendingar. Innsendingum verður að skila á rafrænu formi til Ljóstæknifélags Ísland með þeim leiðum sem tilgreindar eru.

Skil á efni er ekki samkvæmt þáttökureglum.

Athugasemdir vegna Íslensku lýsingarverðlaunanna

Formlegar athugasemdir vegna Íslensku lýsingarverðlaunanna skal senda með tölvupósti á lfi@ljosfelag.is og úrskurðarnefnd mun taka þær fyrir. Úrskurðarnefnd skipar stjórn LFÍ og formann viðkomandi dómnefndar. Formlegum athugasemdum er svarað með niðurstöðu úrskurðanefndar.

Dómnefnd

Dómnefnd Íslensku lýsingarverðlaunanna er skipuð einstaklingum með sérþekkingu og brennandi áhuga á ljósi sem taka að sér að velja þau verkefni sem hljóta íslensku lýsingarverðlaunin. Dómnefndina skipa 5 aðilar sem starfa innan hönnunargeirans.

Skipun dómnefndar

Leitast er við að hafa dómnefndina þannig skipaða að reynsla og þekking á sviði lýsingarhönnunar sé sem mest. Stjórn Ljóstæknifélagsins skipar dómnefnd hverju sinni.

Hlutleysi dómnefndar

Mjög strangar reglur gilda um störf dómnefndar. Ef aðili í dómnefnd er tengdur verki/verkefni sem tilnefnt er til verðlauna, þá má sá hinn sami hvorki greiða atkvæði né taka þátt í umræðum þeirra flokka er verkið/verkefnið tengist. Sé fleiri en einn dómari vanhæfur skal kalla inn varamenn til að greiða atkvæði og taka þátt í umræðum þeirra flokka.

Verðlaunin

Verðlaunin eru haldin við hátíðlega athöfn og fá sigurvegarar hvers flokks verðlaunaskjal
og ítarlega umfjöllun um verkefnið á vef Ljóstæknifélagsins.

Sá aðili sem sendir inn verðlaunatillögu er móttakandi verðlaunanna,
heiðrinum er svo deilt með því fagfólki sem á þátt í aðal ábyrgð á hönnun lýsingarlausnarinnar.

Viðurkenningar

Dómnefnd er heimilt hverju sinni að veita verkefnum sem þykja standa framúr að einhverju leiti viðurkenningu.

Sérstök verðlaun

Í mjög sérstökum tilvikum getur dómnefnd veitt verðlaun til aðila sem falla utan ramma verðlaunanna.

Til dæmis geta sérstök verðlaun verið veitt:

Aðila sem hefur lagt sérstaklega mikið til eða unnið óeigingjarnt starf í þágu íslenskrar lýsingarhönnunar.
Lýsingarverkefnum sem framkvæmd eru af íslenskum lýsingarhönnuðum, arkitektum, hönnuðum eða ráðgjöfum í öðrum löndum.
Íslenskum fyrirtækjum sveitarfélögum, ríki eða stofnunun sem hafa lýsingarhönnun og gæði ljóss að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka sjónræn gæði og upplifun hvort sem um ræðir dagsljós og/eða raflýsingu.

Norrænu lýsingarverðlaunin – Nordisk lyspris

Norrænu lýsingarverðlaunin voru stofnuð árið 2000 og eru veitt við formlega athöfn annað hvert ár af Ljóstæknifélögum Norðurlandanna. Síðustu verðlaun voru veitt árið 2016 í Hörpunni og næstu verða veitt í Helsinki, Finnlandi haustið 2018.

Þeir aðilar sem standa að Norrænu lýsingarverðlaununum eru:

Dansk Center for Lys, Danmörk
Soumen Valoteknillinen Seura, Finnland
Ljóstæknifélag Íslands, Ísland
Ljuskultur/Belysningsbranschen, Svíþjóð
Lyskultur, Noregi

Hverju landi er heimilt að tilnefna tvö verk í flokki verkefna undanfarin tvö ár (lampar, ljósabúnaður og opinn flokkur eru undanskilin).
Þau tvö lýsingarverkefni sem ná hæstu einkunn fara fyrir hönd Íslands sem tilnefningar í Norrænu lýsingarverðlaunin.
Kosið verður sérstaklega um þessi tvö verkefni.

Dómnefnd fer eftir þessum gildum við val á tilnefningum Íslands til NLDA 2020:

Purpose of NLDA
The purpose of The Nordic Lighting Design Award is to highlight the particular qualities inherit in the Nordic lighting culture.
Marketing of The Nordic Lighting Design Award shall take place both within as well as outside of the Nordic countries.

3. Recipients
The Nordic Lighting Award shall primarily be awarded to lighting installations.

4. Topics/criteria
– Especially remarkable lighting installations (daylight and artificial light/indoor and outdoor)
that in an exemplary way combines aesthetics/architecture, technology, quality, energy, colour, image/profile etc.
– Light art utilizing any form of lighting technique.

The light shall be the primary. Either in itself, or in conjunction to larger or lesser
spatial whole; in this regard there are no difference between daylight or artificial light.

Originality and creativity shall be given large weight when evaluating.

Heimasíða Norrænu lýsingarverðlaunanna er http://www.nordisklyspris.com