Sigurvegari í flokknum – Opinn flokkur

Borgarveran er sýning sem haldin var í Norræna Húsinu árið 2017.

Á sýningunni er skyggnst inn í innviði borgarinnar, sýnilega og ósýnilega, ofanjarðar og neðanjarðar, náttúrulega og manngerða. Um leið er velt upp hugmyndum um borgina og veruna í borginni.
Valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna eru sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir og drauma um borgina. Sótt er í ólíka miðla, verkfæri og aðferðir sem varpa ljósi á það hvernig við mótum borgina og hvernig borgin mótar okkur.

Umsögn dómnefndar:
Í þessu látlausa verki er stuðst við áherslulýsingu, óbeina lýsingu, sjónvarpsskjái og myndvarpa auk haganlega gerðs ljósaborð sem dregur fram áhersluatriði sýningarinnar og einstakra muna sem heppnaðist einkar vel að mati dómnefndar og sýnir að hægt er komast langt án þess að kosta miklu til í kaupum á lýsingarbúnaði.

Það var Lýsingarteymi Verkís sem hannaði lýsingu sýningarinnar.

Til hamingju!

Lýsingarhönnuður

Verkís lýsingarteymi

Samstarfsaðilar og aðrir hönnuðir 

Sýningarstjóri og sýningarhönnuður:
Anna María Bogadóttir.

Grafísk hönnun, plakat og veggtextar:
Snæfríð Þorsteins.

Samstarfsaðilar:
Reykjavíkurborg, Skipulagsstofnun, Listaháskóli Íslands.

Verkefnisstjóri:
Kristín Ingvarsdóttir.

Framleiðandi:
Norræna húsið.

Myndir:
Vigfús Birgisson.

Helstu vörumerki og/eða framleiðendur búnaðar:
Kastarar í eigu Norræna hússins / Klusdesign LED prófíl (Rafkaup).