Sigurvegari í Lýsingarverkefni utandyra er Raufarhólshellir

Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á Íslandi og liggur rétt austan við Bláfjöll. Þessi stórfenglegi hellir varð til í miklum eldsumbrotum fyrir um 5200 árum.
Hellirinn er einstaklega stórfenglegur, vítt til veggja og hátt til lofts. Hann er ríkulega skreyttur litum sem hafa komið enn betur í ljós með vandaðri og rétt stilltri lýsingu.  Markmið verksins var að kalla fram sterkt samspil skugga og ljóss og ná fram sem náttúrulegustum litum. Að lýsing skyldi stigmagnast eftir því sem innar væri komið og lýsa vel upp jarðfræðilega hápunkta hellisins. Til aðstoðar var fenginn jarðfræðingur sem kortlagði markverðustu staðina. Sú krafa var gerð til hönnunar að allur búnaður yrði sem minnst sjáanlegur og allar framkvæmdir tengdar lýsingu og raflögnum væru 100% afturkræfar. Þetta markmið náðist.

Umsögn dómnefndar
Að dómnefndar er vart hægt að keppa við stað sem þennan enda jarðfræðiundur. Þetta er töfrastaður staðsetningar, jarðmyndunar og einstakra lita. Lýsingarhönnuðir unnu með jarðfræðingum við að styðja og undirstrika náttúrulega upplifun gesta af hellinum. Vandlega valdar lampastaðsetningar, vel úthugsuð ljósastýring og lýsingarhönnun sem skilur samspil ljóss og myrkurs magna þessa draumaveröld í iðrum jarðar og minnir okkur á að náttúran er hinn mikli meistari.

Til hamingju!

Lýsingarhönnuður
Efla Verkfræðistofa, Ágúst Gunnlaugsson.

Samstarfsaðilar og aðrir hönnuðir 

Raflagnahönnun, hönnun stýringa og aðstoð við lýsingarhönnun:
Arnar Leifsson, Efla Verkfræðistofa.

Raflagnir og forritun stýribúnaðar:
Rafrás EHF, Jökull Jóhannsson

Lýsingarbúnaður í sillur:
Sigmenn.

Lýsingarbúnaður og stýringar:
Anolis
Pharos
Osram