Íslensku lýsingarverðlaunin

Home/Fréttir/Innslög og almennar fréttir/Íslensku lýsingarverðlaunin

Íslensku lýsingarverðlaunin

23.01.2015|Categories: Fréttir, Innslög og almennar fréttir|

ÁR LJÓSSINS ER HAFIÐ !

Ljóstæknifélag Íslands mun afhenda Íslensku lýsingarverðlaunin á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Perlunni þann 7. febrúar kl. 18:00

Dagskrá er sem hér segir.

18:00 Formaður Ljóstæknifélags Íslands Halldór S. Steinsen býður gesti velkomna.
18:10 Light Works. Marcos Zotes segir okkur frá sínum ljósaverkum
18:30 Örn Guðmundsson formaður dómnefndar gerir grein fyrir störfum dómnefndar.
18:50 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra afhendir Íslensku lýsingarverðlaunin

Félagar í Ljóstæknifélagi Íslands setja Perluna í annan búning með ljósinnsetningum og búa til skemmtilega umgjörð um verðlaunaafhendingu. Þetta vilt þú sjá !
Lampabúnaður er frá Jóhanni Ólafssyni & Co. og Rafkaup.

Ljúfir tónar frá Vigni Þór Stefánssyni og léttar veitingar í boði frá Ljóstæknifélagi Íslands á meðan birgðir endast. Barinn á jarðhæðinni er opinn þeim sem vilja.

Vekjum athygli á sérstöku tilboð frá veitingarhúsi Perlunnar fyrir gesti Íslensku lýsingarverðlaunanna. Boðið er uppá þriggja rétta máltíð á Kr. 5.990. Við hvetjum gesti til að panta sér borð í S: 5620200.

Veisla fyrir Augað Missið ekki af kvikmyndinni Iceland Aurora sem gefin er út af hönnunarstofunni Borgarmynd. Myndin verður sýnd í fyrsta skipti í Perlutanki í fullri lengd. Sannkölluð veisla fyrir augað ! Skoðið heimasíðu myndarinnar hér og kynnið ykkur málið nánar.
Sýning myndarinnar er í boði S.Guðjónsson og Samtaka Iðnaðarins.

Ár ljóssins 2015 er hafið. Gerið ykkur glaðan dag með LFÍ !!