Home/Fréttir/Innsendingar í Íslensku lýsingarverðlaunin

Innsendingar í Íslensku lýsingarverðlaunin

17.01.2018|Categories: Fréttir|Tags: , |

INNSENDINGAR Í ÍSLENSKU LÝSINGARVERÐLAUNIN

Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Íslensku lýsingarverðlaunin og verður tekið á móti innsendingum til og með 15. febrúar 2018.

Keppnin er opin öllum þeim sem hanna lýsingu og ljós á Íslandi. Skilyrði er að verkefnið sé íslenskt, þ.e gert af stofu/einyrkja á Íslandi og að verkefnið sé staðsett á Íslandi eða gert fyrir Íslandsmarkað.

Í fyrsta skipti veitum við verðlaun í fleiri en einum flokki og eru flokkarnir samtals fjórir:

  • Lýsing innanhúss
  • Lýsing utanhúss
  • Lampar og ljósabúnaður
  • Opinn flokkur

Skilyrði fyrir þáttöku er að verkinu hafi verið lokið og afhent verkkaupa á milli 1.janúar 2016 og 31.desember 2017 nema í flokki lampa og ljósbúnaðar, þar má senda inn vöru síðast liðinna ára sem eru enn í sölu eða notkun.

Íslensku lýsingarverðlaunin eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu og verða veitt við hátíðlega athöfn í Reykjavík þann 14.mars 2018.

Innsendingarfyrirkomulag og þáttökureglur fyrir Íslensku lýsingarverðlaunin má finna HÉR