Home/Fréttir/Innsendingar í Íslensku lýsingarverðlaunin

Innsendingar í Íslensku lýsingarverðlaunin

23.02.2018|Categories: Fréttir|Tags: |

Skilafrestur innsendinga í Íslensku lýsingarverðlaunin var í liðinni viku og bárust yfir 20 innsendingar í fjóra flokka samanlagt.

Sú nýbreytni var tekin upp í ár, að nú eru innsendingar á lýsingarhönnunar verkefnum flokkaðar í tvo flokka, innan- og utanhúss og tveir af þessum fjórum flokkum eru alveg nýjir af nálinni og opna tækifæri á að senda inn m.a ljóslistaverk, ljósainnsetningar, lampa o.fl.

Með þessu viljum við vekja athygli á og heiðra það flotta fólk sem er ekki bara í lýsingarhönnun heldur einnig það fólk sem er að skapa ljóslistaverk, þróa lýsingartækni, vinna að lampahönnun og búa til lýsingarskipulag í bæjum og borgum.

Nú hefur dómnefnd tekið til starfa og á sannarlega spennandi verkefni fyrir höndum. Í dómnefnd sitja eftirfarandi aðilar:

Halldór S. Steinsen – lýsingarhönnuður og fyrrverandi formaður LFÍ 
Ásta Logadóttir – rafmagns- og byggingarverkfræðingur hjá LOTU
Hjörleifur Stefánsson – rafverktaki/formaður SART
Andri Garðar Reynisson – lýsingarhönnuður hjá Mannvit
Massimo Santanicchia – fagstjóri í arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands

Lýsingarverðlaunin verða svo afhent í þriðja sinn, miðvikudaginn 14.mars og er stjórn Ljóstæknifélagsins nú í óðaönn að skipuleggja frábæran viðburð sem enginn má láta framhjá sér fara! Síðustu ár hafa verðlaunin verið veitt í Perlunni við hátíðlega athöfn en nú verður smá breyting á og við færum okkur um stað. Risa viðburðasalur hefur þegar verið pantaður en hvaða salur, hvernig dagskrá, hvaða þema o.fl. verður nánar kynnt síðar.

 

Fyrir hönd stjórnar Ljóstæknifélags Íslands


Rósa Dögg Þorsteinsdóttir
formaður