Grein þessi er afrakstur vinnuhóps um bætta lýsingu fyrir Íslendinga og er vinnunni hvergi nærri lokið. Ljóstæknifélagið hvetur bæði félaga og aðra sem áhuga hafa á bættri lýsingu að setja sig í samband við Ástu, Bjarnþór S. Harðarson eða Rósu Dögg formann LFÍ og leggja málefninu lið.

Hér fyrir neðan gefur að líta samantekt á hlutverki og kröfum til hönnuða lýsingar og hljóðs í nýverandi Byggingarreglugerð.

Ásta Logadóttir, höfundur greinarRafmagnsverkfræðingur M.Sc. Byggingaverkfræðingur P.hd
Ásta er sérfræðingur í lýsingu hjá Verkfræðistofunni LOTU og við vinnu sína í Danmörku hefur Ásta m.a. unnið fyrir ráðuneyti að kröfum og leiðbeiningum fyrir dönsku byggingarreglugerðina. Danska byggingarreglugerðin er í stöðugri þróun og sú útgáfa sem tók gildi í byrjun árs inniheldur miklar breytingar á aðferðum til að meta dagsbirtu í byggingum og hvernig sýna eigi fram á að kröfur séu uppfylltar.