Hversu oft hefurðu farið á L+B?

Þetta var mitt fyrsta skipti.

Hverjir voru hápunktar sýningarinnar?

Að kynnast nýjum vörumerkjum sem ég vissi lítið um, að sjá metnaðinn sem liggur að baki margra vörumerkja, að kynnast hugmyndafræði fyrirtækjanna.

Hvaða höll var mest spennandi eða kom mest á óvart?

Þrjú stóð uppúr en höll eitt kom á óvart, gaman að kynnast nýjum og minni vörumerkjum sem maður þekkir lítið sem ekkert.

Hvaða bás var flottastur?

Vibia, hann var fallega hannaður og ólíkur öllum öðrum. David Groppi básinn fannst mér líka vera skemmtilega ólíkur öllum öðrum og með fallegar vörur, þetta var merki sem ég þekkti t.d ekki fyrir.

Hvað er ávinningurinn á að fara á svona sýningu?

Tengslanet, kynnast nýjum vörumerkjum, sjá nýjar vörur, sjá hvað er í „tísku“ eða sjá hver er fókuspunkturinn og hver framtíðin er.

Mynd: Bergþóra hér önnur frá hægri á ferð í höll 1 með samstarfsfélögum sínum á Lisku.