Fundur norrænu ljósfélaganna

Home/Fréttir/Fundur norrænu ljósfélaganna

Fundur norrænu ljósfélaganna

15.05.2017|Categories: Fréttir|Tags: , , , , |

Frá vinstri, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir LFÍ, Katia Banoun Lyskultur, Anne Bay Dansk center for lys, Heikki Harkonen Valosto, Finland.

Eins og mörgum er kunnugt um er LFÍ í sterku sambandi við norrænu systrafélögin okkar. Við reynum að hittast 1-2 á ári og höldum samskiptum góðum þess á milli. Við höfum í gegnum tíðina haldið saman norrænu lýsingarverðlaunin sem síðast voru haldin í Hörpu síðastliðið haust með góðum árangri.

Fundur félaganna var haldinn Lysaker rétt fyrir utan Ósló í dag 15.maí á skrifstofu Norska félagsins Lyskultur. Formenn allra félaga nema Svíþjóðar voru mættir.

Meðal fundarefna voru (á ensku):
– Nordic lighting design award in Finland 2018.
– Joint Nordic cooperation on promoting light and lighting design abroad.
– Joint cooperation with Nordisk ministerråd about sustainable citys.
– Collaboration and charing knowledge of good speakers and educational courses in light.
– Update on each market and challenges.
– Other matters of joint interest.

Fundurinn tók heilan dag og mikið rætt um næstu lýsingarverðlaunin í Finnlandi 2018 og reynsla okkar Íslendinga af síðasta viðburði rædd. Öllum fannst formið sem kynnt var til sögunnar síðast, að öll verkefnin fái að kynna sig, skila miklu fyrir bæði hönnuði og aðra gesti. Vonum við því að það haldi áfram.
Rætt um hvernig hægt væri að standa að áframhaldandi samstarfi með yfirskriftinni Nordic Light sem hófst með LIGHTBOOST verkefninu. Ákveðið var að sækja styrk fyrir þeirri vinnu í gegnum https://projects.thenordics.com

Fundinum lauk svo með að skiptast á upplýsingum um hvernig hvert félag starfar, hvað er á dagskrá hjá hverju félagi, útgáfa fagrita og fagtímariti og eru systurfélögin okkar sannarlega brautryðjendur okkar á því sviði.

Við munum svo færa ykkur fréttir af nánari vinnu með norrænu félögunum jafnt og þétt og jafnvel hvað hin félögin eru með á döfinni.

Einnig, ef þið félagar hafið hugmyndir af samstarfsverkefni með hinum Norðurlöndunum þá endilega sendið okkur línu á lfi@ljosfelag.is

Að lokum er hér smá myndskeið af heimsókninni tekið í Lysaker við og á skrifstofu Lyskultur.

MYNDBAND