Category

Tilkynningar

Íslensku lýsingarverðlaununum frestað ótímabundið.

By Tilkynningar

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 veirunnar hefur stjórn Ljóstæknifélagsins ákveðið að fresta íslensku lýsingarverðlaununum sem áttu að fara fram í lok mars ótímabundið. Unnið verður að því að finna nýja tímasetningu þegar málin skýrast frekar.

Við munum senda út frekari upplýsingar til félagsmanna og aðila innsendra verkefna síðar.

Með kveðju
Stjórn Ljóstæknifélags Íslands

Aðalfundur 28.maí 2019

By Tilkynningar

Dagur: 28. maí 2018

Tími: 17:00-19:00

Staður: Sveinatunga, Garðatorg 7, Garðabæ

Ljóstæknifélag Íslands býður félagsmönnum til aðalfundar félagsins ásamt vettvangsskoðun um nýja fundar- og fjölnotaaðstöðu Bæjarskrifstofu Garðabæjar.

Dagskrá

Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari tekur á móti okkur og býður fundinn velkominn.

Venjubundin aðalfundarstörf skv. félagslögum LFÍ.

Eftir fundinn gefst kostur á að skoða nýja og glæsilega fundar- og fjölnotaaðstöðu Bæjarskrifstofu Garðabæjar og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður mun segja okkur frá lýsingarhönnuninni í rýminu.

Til gamans má geta að félagar Ljóstæknifélagsins ættu að kannast við þetta nýja rými þó miklar breytingar hafi orðið á því, en þar var áður til húsa GH ljós.

Fundurinn verður á Bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7. Gengið er inn í salinn Sveinatunga inn af yfirbyggða torginu. Fundurinn hefst kl. 17:00.

Léttar veitingar í boði eftir fund.

Vinsamlegast staðfestið mætingu með skráningu hér til hliðar svo áætla megi sæti og veitingar. 

Kær kveðja, Stjórn Ljóstæknifélags Íslands

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti