Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 veirunnar hefur stjórn Ljóstæknifélagsins ákveðið að fresta íslensku lýsingarverðlaununum sem áttu að fara fram í lok mars ótímabundið. Unnið verður að því að finna nýja tímasetningu þegar málin skýrast frekar.
Við munum senda út frekari upplýsingar til félagsmanna og aðila innsendra verkefna síðar.
Með kveðju
Stjórn Ljóstæknifélags Íslands