Viltu læra meira um ljós?
Á hverju ári býður Rafmennt upp á námskeið sem félagar LFÍ geta sótt sér. Við hvetjum ykkur til að skoða hvar er í boði hverju sinni inn á síðu Rafmennt.
Á dagskrá haustsins eru þegar komin tvö námskeið.
Sjá hér til hliðar.
LED lýsing
Helvar DALI Ljósastýringar
LED lýsing – 18. nóvember 2020
Á námskeiðinu verður farið ítarlega í þá ljóstæknilegu þætti sem þarf að hafa í huga við val á LED ljósgjöfum s.s ljósmagn, litarhitastig og litarendurgjöf. Einnig verður farið yfir hvað skal hafa í huga þegar LED er valið í ákveðin rými eins og verslanir, skóla, skrifstofur, heimili, útilýsingu, söfn, íþróttahús o.fl.
Boðið verður upp á sýnikennslu og líflegar umræður þar sem algengum spurningum um LED verður reynt að svara, líkt og: Hvað er góður líftími á LED? Hvað er “human centric lighting”? Heldur blátt ljós fyrir mér vöku? Hvernig myndast flökt? Hvað er “constant light output”? Gera LED ljós Trump appelsínugulan? Hvaða Watt á LED peru á ég að velja eða hversu mörg lúmen? Hvaða ljóslit á ég að velja í rými? Hvernig sjáum við ljós? Hvað er TM-30-15? Hvernig dimma ég LED? Hvað er IoT? Er LED framtíðarljósgjafinn?
Fyrir hverja:
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að taka upplýstar ákvarðanir með innkaup eða sölu á LED lömpum t.d sölumenn lampabúnaðar, arkitekta, hönnuði, verkfræðinga, verktaka, umsjónarmenn fasteigna og almennt þá sem vilja kynnast nýjungum sem LED ljóstæknin hefur í för með sér.
Forkröfur/undanfari:
Engar forkröfur, námskeiðið er opið öllum.
Helvar DALI Ljósastýringar – Grunnnámskeið 23.-24.nóvember 2020
Viðfangsefni áfangans er Helvar DALI íhlutir – Forritun í Designer. Kynning á Helvar íhlutum og virkni þeirra. Farið er yfir grunn í forritun Helvar DALI ljósastýringa í Designer.
Tímasetningar námskeiðsins
23. nóv 08:30 – 17:00 (Fjarkennsla)
Stutt kynning á Helvar
Farið yfir grunn Dali
Kynning á Dali kerfinu frá Helvar
Kynning á Designer 4 & 5
24. nóv 08:30 – 17:00 (á Stórhöfða 27)
Forritun á Ljósum
Forritun á Rofum
Forritun á Senum
Forritun á Groupum
Forritun á Hreyfiskynjurum
Forritun á Klukku
Forritun á Sólúri