Category

Fréttir

Íslensku lýsingarverðlaunin – opið fyrir innsendingar

By Fréttir

Keppnin er opin öllum þeim sem hanna lýsingu og ljós á Íslandi.

Íslensku lýsingarverðlaunin eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum
sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.

Íslensku lýsingarverðlaunin

Opið fyrir innsendingar!

ATH SKILAFRESTUR LENGDUR TIL KL.12.00 ÞANN 4.MARS 2020!

Flokkar

Íslensku lýsingarverðlaunin eru veitt í fjórum mismunandi flokkum að þessu sinni.

Lýsingarverkefni innandyra

Lýsingarverkefni utandyra

Lampar og ljósabúnaður

Opinn flokkur

Ný heimasíða!

By Fréttir

Í gær þann 16.maí opnaði formlega ný heimasíða Ljóstæknifélags Íslands. Dagurinn er táknrænn því alþjóðlegur dagur ljóssins er haldinn hátíðlegur þennan dag.

Nýji vefurinn mun koma til með að þjóna starfsemi félagsins enn betur með bæði miðlun á fræðslu og utanumhaldi á faglegum þáttum sem tengjast ljósi.

Síðan er enn í þróun og mun þróast áfram með nýjum áherslum á faglegum samskiptum innan félagsins og á milli félagsmanna með tilkomu faghópa. Faghóparnir  munu verða sameiginlegur vettvangur innan LFÍ til umræðu og framþróun á viðkomandi sviði.

Við munum áfram segja fréttir af félaginu hér á síðunni en annar skemmtilegur fróðleikur um ljós og fréttir úr faginu mun flytjast alfarið yfir á Facebook síðu félagsins.

Smíðin á nýju heimasíðunni var í höndum Allra Átta og þökkum við þeim kærlega fyrir. Allra Átta mun svo vera okkur innan handar við þróun á síðunni og samhliða munum við kynna inn nýjar áherslur og þætti síðunnar þegar nær dregur.

Hugmyndir að nýjungum eru m.a aðsendar greinar, innri vefur félagsmanna og faghópa, instagram, upplýsingar um staðla og reglugerðir tengda ljósi, upplýsingar um skóla og nám, fyrirtækjaleit í félagatali eftir fagi/áherslum fyrirtækisins, styrktaraðilar (lógó), viðburðasíða, myndasíður o.fl.

Kær kveðja,
Stjórn LFÍ

Ef þú hefur hugmynd að efni inn á heimasíðuna eða nýjungum þá má senda okkur póst á lfi@ljosfelag.is
Ef þið eruð með góða frétt, fróðleik eða annað ljósatengt til deilingar á FB þá megið þið endilega senda okkur póst á lfi@ljosfelag.is eða hafa samband við okkur í gegnum FB síðu félagsins.