Ljóstæknifélag Íslands boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 15. júní nk.
Fundurinn hefst kl 17:00 og er haldinn í Rafmennt að Stórhöfða 27 (gengið inn að neðan).
Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum í stjórn félagsins og einnig tökum við á móti tilnefningum um heiðursfélaga Ljóstæknifélagsins. Tilnefningar má senda á lfi@ljosfelag.is
Mikilvægt er að skrá sig á fundinn. Skráning
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Kosning kjörnefndarmanna og skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
Hver fullgildur félagi sbr. 3.gr. félagslaganna hefur eitt atkvæði við atkvæðagreiðslu í félaginu.
Í ár verður kosið til formanns í hálft kjörtímabil og 2 stjórnarmanna í heilt kjörtímabil.
Formaður er kjörinn sérstaklega en stjórnarmenn án tilnefningar í tiltekin stjórnarsæti. Kjörtímabil formanns og stjórnarmanna er 2 ár.
Hafi félagsmaður tillögur til að bera undir fundinn má senda þær á lfi@ljosfelag.is eigi síðar en viku fyrir fund.
Stjórn Ljóstæknifélags Íslands
Upplýsingar
Dagsetning
15.júní 2021
Tímasetning
17:00
Staðsetning
Rafmennt, Stórhöfða 27