Skip to main content

Aðalfundur Ljóstæknifélags Íslands

By August 28, 2020Fréttir

Ljóstæknifélag Íslands boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 16. september nk.

Fundurinn hefst kl 17:30 og er haldinn í Rafmennt að Stórhöfða 27 (gengið inn að neðan).

 

Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum í stjórn félagsins og einnig tökum við á móti tilnefningum um heiðursfélaga Ljóstæknifélagsins. Tilnefningar má senda á lfi@ljosfelag.is

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn vegna fjarlægðartakmarkanna sem áætlað er að verði í gildi og því biðjum við ykkur að skrá ykkur á aðalfund með því að senda póst á lfi@ljosfelag.is

Skráningu lýkur kl 12. á hádegi þriðjudaginn 15. september.

Samkvæmt samþykktum félagsins á aðalfundur að vera haldinn fyrir maí lok ár hvert en í ljósi aðstæðna í samfélaginu í vor ákvað stjórn að fresta aðalfundi þangað til aðstæður leyfðu. Þar sem við sjáum ekki fram á að geta haldið aðalfund á næstunni með eðlilegu formi þá hefur stjórn ákveðið að blása til fundar og kanna hvort hægt verði að senda út fundinn í fjarfundarformi fyrir þá sem ekki komast eða treysta sér ekki í margmenni. Nánar um það síðar.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins og í lokin verða Íslensku lýsingarverðlaunin 2020 veitt formlega til verðlaunahafa. Verðlaunahafar voru kynntir í vor en þar sem blása þurfti hátíðlega afhendingu af vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður verðlaunahöfum veitt viðurkenningin í kjölfar aðalfundarins.
Sjá verðlaunahafa Íslensku lýsingarverðlaunanna 2020.

Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning kjörnefndarmanna og skoðunarmanna reikninga
  8. Önnur mál

    Verðlaunaafhending Íslensku lýsingarverðlaunanna 2020!

Hver fullgildur félagi sbr. 3.gr. félagslaganna hefur eitt atkvæði við atkvæðagreiðslu í félaginu.

Í ár verður kosið til formanns og 2 stjórnarmanna.

Formaður er kjörinn sérstaklega en stjórnarmenn án tilnefningar í tiltekin stjórnarsæti. Kjörtímabil formanns og stjórnarmanna er 2 ár.

Hafi félagsmaður tillögur til að bera undir fundinn má senda þær á lfi@ljosfelag.is eigi síðar en viku fyrir fund.

Stjórn Ljóstæknifélags Íslands

Upplýsingar

Dagsetning
16.september 2020

Tímasetning
17:30

Staðsetning
Rafmennt, Stórhöfða 27