Dagur: 28. maí 2018
Tími: 17:00-19:00
Staður: Sveinatunga, Garðatorg 7, Garðabæ
Ljóstæknifélag Íslands býður félagsmönnum til aðalfundar félagsins ásamt vettvangsskoðun um nýja fundar- og fjölnotaaðstöðu Bæjarskrifstofu Garðabæjar.
Dagskrá
Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari tekur á móti okkur og býður fundinn velkominn.
Venjubundin aðalfundarstörf skv. félagslögum LFÍ.
Eftir fundinn gefst kostur á að skoða nýja og glæsilega fundar- og fjölnotaaðstöðu Bæjarskrifstofu Garðabæjar og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður mun segja okkur frá lýsingarhönnuninni í rýminu.
Til gamans má geta að félagar Ljóstæknifélagsins ættu að kannast við þetta nýja rými þó miklar breytingar hafi orðið á því, en þar var áður til húsa GH ljós.
Fundurinn verður á Bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7. Gengið er inn í salinn Sveinatunga inn af yfirbyggða torginu. Fundurinn hefst kl. 17:00.
Léttar veitingar í boði eftir fund.
Vinsamlegast staðfestið mætingu með skráningu hér til hliðar svo áætla megi sæti og veitingar.
Kær kveðja, Stjórn Ljóstæknifélags Íslands