Skip to main content
 
 
 
 

Faghópar

í vinnslu

Fræðsla

í vinnslu

Lýsingarverðlaun

Um félagið

Vinningshafar Íslensku lýsingarverðlaunanna 2020

Góð ráð varðandi lýsingu á heimavinnustað

Vinnulýsing

  • Gott að geta nýtt dagsbirtuna og hafa útsýni.
  • Draga gardínu eða rimlagluggatjöld fyrir gluggana á sólardögum til þess að minnka ofbirtu og glýju frá beinu sólarljósi.
  • Hafa jafna en ekki of mikla né litla herbergislýsingu.
Fjarfundir

  • Gott að hafa dreifða birtu úr sömu átt og myndavélin, dagsbirta er best hér.
  • Góð litarendurgjöf (CRI90+) frá lömpum er mikilvæg.
  • Í fjar-sjónvarpsviðtali er best að hafa lýsinguna sem næst 5000K, það er næst litarhitastigi sem notað er í sjónvarpi.

Fréttir og tilkynningar

May 31, 2021 in Fréttir

Aðalfundur LFÍ 2021

Ljóstæknifélag Íslands boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 15. júní nk. Fundurinn hefst kl 17:00 og er haldinn í Rafmennt að Stórhöfða 27 (gengið inn að neðan).   Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum…
Read More
September 21, 2020 in Fréttir

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Ljóstæknifélags Íslands var haldinn í Rafmennt fimmtudaginn 16.september. Fundurinn var eins þéttsetinn og hægt er á tímum Covid 19 eða með 2ja metra millibili á milli allra fundargesta. Upphaflega…
Read More
September 1, 2020 in Fréttir, Námskeið

Haustnámskeið

Viltu læra meira um ljós? Á hverju ári býður Rafmennt upp á námskeið sem félagar LFÍ geta sótt sér. Við hvetjum ykkur til að skoða hvar er í boði hverju…
Read More
August 28, 2020 in Fréttir

Aðalfundur Ljóstæknifélags Íslands

Ljóstæknifélag Íslands boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 16. september nk. Fundurinn hefst kl 17:30 og er haldinn í Rafmennt að Stórhöfða 27 (gengið inn að neðan).   Kjörnefnd óskar eftir…
Read More
April 17, 2020 in Fréttir

Þessir hlutu Íslensku lýsingarverðlaunin 2020

Íslensku lýsingarverðlaunin eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu. Verðlaunin eru afhent á tveggja ára fresti og innsend verkefni að þessu…
Read More
April 3, 2020 in Fréttir

CIE veitir aðgang að tveimur lýsingarritum vegna Covid-19

CIE veitir frían aðgang að tveimur helstu ritum um útfjólubrátt ljós til sótthreinsunar. Ritin eiga að hjálpa hönnuðum og rannsóknaraðilum að þróa lausnir til sótthreinsunar með UV ljósi. Sjá frétt…
Read More

Allar fréttir og tilkynningar

Viðburðir og námskeið

Hér auglýsum við viðburði og námskeið á vegum LFÍ og annarra tengdra aðila

Allir viðburðir

Aðild að Ljóstæknifélagi Íslands

Ljóstæknifélag Íslands er félag sem:

  • Eflir umræðu um ljós með miðlun þekkingar og reynslu.
  • Kemur fram fyrir hönd félaga sinna gagnvart opinberum aðilum, hagsmunasamtökum og hliðstæðum samtökum erlendis.
  • Stuðlar að framsækinni þróun á ljósgæðum í mannvirkjagerð á Íslandi.

Aðild að Ljóstæknifélaginu er opin öllum þeim sem lýsa stuðningi sínum við þessi markmið félagsins bæði fyrirtæki og einstaklingar.

Viltu gerast aðili?

Já takk!

Fræðsla um ljós

LFÍ vinnur markvisst að því að styrkja fræðslu um ljós með flutningi erinda. Félagar fá boð á fræðslufundi og geta sótt um að halda slíka fundi.

Fyrirtækja- og verkefnakynningar

Fyrirtæki innan LFÍ bjóða félagsmönnum í heimsókn og kynna nýjungar sem í boði eru á ljósamarkaðnum. Hönnuðir kynna verkefni sín þar sem farið er í heimsókn á verkstað.

Faghópar

Öllum félögum er gefinn kostur á að stofna faghóp innan félagsins eða ganga í faghópa. Markmið faghópa er þverfagleg samvinna í tímabundnum verkefnum eða grunnstoðum lýsingartækni, s.s götulýsing, ljós og heilsa, lýsingarstaðlar, dagsbirta, stýringar o.fl.

Tengslanet

Aðgangur að góðu tengslaneti innan lýsingargeirans hér heima og erlendis í gegnum norrænu systurfélögin.

Námskeið

LFÍ heldur lýsingarnámskeið í samstarfi við Rafmennt og aðra tengda aðila. Félagar fá afslátt af námskeiðsgjöldum og geta sótt um að halda námskeið fyrir hönd LFÍ.

Íslensku lýsingarverðlaunin

Íslensku lýsingarverðlaunin eru haldin á tveggja ára fresti og félagar fá afslátt af innsendingu tilnefninga.

Ráðstefnur

Félagar fá afslátt af ráðstefnum LFÍ hér heima og erlendis m.a PLDC.

Afsláttaskírteini

Félagar LFÍ fá afslátt í nokkrum ljósa- og raflagnaverslunum. Aðild að Íslandskorti er í vinnslu.

Hlutverk og starfsemi félagsins

Eitt af aðalhlutverkum og markmiðum LFÍ er að stuðla að framækinni þróun á ljósgæðum í mannvirkjagerð á Íslandi með miðlun þekkingar og reynslu.

Ljóstæknifélagið veitir einnig Íslensku lýsingarverðlaunin sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt viðurkenningu.

Skoða myndbrot frá Íslensku lýsingarverðlaununum